Fjárhagsleg og mælanleg markmið
Að setja sér mælanleg fjárhagsleg markmið getur hjálpað okkur að fylgjast með árangri okkar. Þegar við skiptum markmiðunum niður í mælanlega hluta, getum við greint á milli þegar vel gengur og þegar það gengur ekki svo vel. Bókin hjálpar ykkur að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem gerði það að verkum að ekki tókst að leggja fyrir í þeim mánuði.
Til þess að hjálpa ykkur við verkefnið er hér blað sem hægt er að prenta út og nota til þess að fylla inn í í hvert sinn sem takmarkinu er náð. Það eina sem þú þarft að gera er að ákveða hversu mikið þú ætlar að spara, og hvert er virði veskisins.
Þegar búið er að teikna inn í öll veskin er takmarkinu náð! Endilega prentaðu út eintak og settu þér fjárhagslegt markmið!
